Hörður Arnarson, forstjóri
„Grunnrekstur Landsvirkjunar árið 2013 gekk vel. Raforkusala jókst um 416 GWst og var sú mesta í sögu fyrirtækisins eða 13.186 GWst. Rekstrartekjur hækkuðu um 3,7% og hagnaður fyrir óinnleysta fjármagnsliði og EBITDA jókst einnig. Þrátt fyrir ágætan rekstrarárangur í erfiðu markaðsumhverfi var Landsvirkjun rekin með tapi. Ástæðu þess má rekja til lækkandi álverðs á heimsmarkaði og áhrifa þess á reiknað verðmat raforkusamninga. Afkoma Landsvirkjunar mun áfram ráðast af þróun álverðs, vaxta og gjaldmiðla en álverð er lágt um þessar mundir og þróun þess óvissu háð.“