Sjóðstreymisyfirlit
Handbært fé samstæðunnar hækkaði um 100,1 m. USD á árinu 2013 og var 288,0 m. USD í árslok. Þróunin sést á grafinu hér að neðan. Handbært fé frá rekstri samstæðunnar nam 258,5 m. USD sem er næst besta ár í sögu félagsins. Fjárfestingarhreyfingar hækkuðu milli ára og námu 149,5 m. USD þar sem framkvæmdir við Búðarhálsvirkjun voru fyrirferðamestar. Afborganir lána og gjaldmiðlaskiptasamninga umfram lántökur námu 0,8 m. USD og greiddur arður, 12,8 m. USD vegna rekstrarársins 2012.
Fjárfestingarhreyfingar námu 149,5 m. USD en einungis 10 m. USD voru vegna viðhaldsfjárfestinga tengdum aflstöðvum og flutningsmannvirkjum fyrirtækisins. Frjálst sjóðstreymi nam því 248 m. USD. Frjálst sjóðstreymi getur félagið notað til dæmis til nýrra fjárfestinga, en þær námu um 138 m. USD, til niðurgreiðslu skulda eða greitt eigendum út arð. Handbært fé fyrir fjármögnunarhreyfingar nam því 109 m. USD.
Handbært fé frá rekstri hefur staðið undir fjárfestingum síðustu ára, það er þegar búið er að taka tillit til fjárfestinga hefur verið jákvæður afgangur af handbæru fé frá rekstri. Það er forsenda þess að Landsvirkjun hefur getað lækkað nettó skuldir síðustu ár.
Fylgiskjöl
Hér má sækja ársreikning Landsvirkjunar 2013 á rafrænu formi. Skjölin innhalda annars vegar ársreikninginn í heild sinni í Acrobat (pdf) skjali og hins vegar helstu stærðir í Excel (xls) skjali.