Orkufyrirtæki í
almannaeigu

Segment

Ísland er eitt fárra landa í heiminum sem vinnur nánast allt sitt rafmagn úr endurnýjanlegum orkugjöfum, vatni, jarðvarma og vindi. Landsvirkjun er orkufyrirtæki í eigu íslensku þjóðarinnar og vinnur um þrjá fjórðu allrar raforku í landinu. Við starfrækjum 13 vatnsaflsstöðvar, tvær jarðvarmastöðvar og tvær vindmyllur. Nýjasta vatnsaflsstöð Íslendinga er Búðarhálsstöð sem var komin í fullan rekstur í mars 2014. Framtíðarsýn Landsvirkjunar er að vera framsækið alþjóðlegt raforkufyrirtæki á sviði endurnýjanlegra orkugjafa. Hjá fyrirtækinu starfa um 250 manns sem allir stefna að því markmiði að skipa Landsvirkjun sess meðal þeirra fremstu sem vinna og selja orku.

Section
Segment

Nýjasta vatnsaflsstöð Íslendinga

Aflstöðin við Búðarháls er nýjasta vatnsaflsstöð Íslendinga. Hún var formlega gangsett í mars 2014 og mun vinna um 585 GWst af rafmagni inn á orkukerfi landsmanna. Sú raforka myndi fullnægja raforkuþörf 70.000 heimila en verður notuð til orkufrekrar atvinnustarfsemi.

Búðarhálsstöð er sjötta aflstöðin á stærsta vinnslusvæði Landsvirkjunar, vatnasviði Þjórsár og Tungnaár. Hún skapar veruleg verðmæti með því að virkja áður ónýtt 40 metra fall milli Hrauneyjafoss og Sultartanga.

Upptök vatnasviðs Þjórsár og Tungnaár eru í Hofsjökli og Vatnajökli þaðan sem vatnið rennur úr um 600 metra hæð um sex vatnsaflsstöðvar áður en það rennur til sjávar.

Segment

Fallhæð og aflstöðvar í Þjórsá og Tungnaá

Búðarhálsstöð virkjar áður ónýtt 40 metra fall í Tungnaá úr frávatni Hrauneyjafossstöðvar að Sultartangalóni.

Segment

Vatni til miðlunar er safnað í uppistöðulónin Þórisvatn, Hágöngulón og Kvíslaveitu. Að auki eru minni miðlunarmannvirki við hverja aflstöð á svæðinu. Það sem einkennir vatnakerfið á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu er að hvert lónið tekur við af öðru og á milli lónanna eru aflstöðvar sem virkja orkuna sem býr í fallkrafti vatnsins.

Búðarhálsstöð er hluti af umfangsmiklu veitukerfi á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu sem vinnur í heild um 6.250 GWst af orku árlega. Byggingu stöðvarinnar fylgdi talsvert minna rask en ef farið hefði verið í virkjun á nýju svæði. Allt fylliefni til steypugerðar var til staðar í nágrenni stöðvarinnar, eldri efnisnámur voru nýttar aftur og samlegðaráhrif skapa hagkvæmni í rekstri. 

Segment

Á árinu 2013 störfuðu að jafnaði tæplega 300 manns á verkstað við byggingu Búðarhálsvirkjunar, langflestir eða rúmlega 200 á vegum byggingaverktaka. Í lok árs var búið að vinna um 900 ársverk við Búðarhálsverkefnið. Byggingu Búðarhálsvirkjunar lauk formlega á árinu 2013 og á næstu misserum verða vinnubúðir fjarlægðar og unnið að frágangi á svæðinu og uppgræðslu. Markmiðið er að ný aflstöð við Búðarháls verði okkur öllum til sóma.

Helstu stærðir Búðarhálsstöðvar

Section
Segment

Hlutverk og markmið

Hlutverk Landsvirkjunar er að hámarka afrakstur af þeim orkulindum sem fyrirtækinu er trúað fyrir með sjálfbæra nýtingu, verðmætasköpun og hagkvæmni að leiðarljósi.

Til að rækta hlutverk sitt hefur Landsvirkjun markað sér þá stefnu að stunda skilvirka orkuvinnslu og framþróun og byggja upp stærri og fjölbreyttari hóp viðskiptavina ásamt því að skoða þau tækifæri sem felast í tengingu við evrópska orkumarkaði. Við sköpum stuðning og samstöðu með opnum samskiptum og þróum stöðugt hæfni og hæfileika starfsmanna. Framtíðarsýn Landsvirkjunar er að vera framsækið alþjóðlegt raforkufyrirtæki á sviði endurnýjanlegra orkugjafa.

Hlutverk Landsvirkjunar er að hámarka afrakstur af þeim orkulindum sem fyrirtækinu er trúað fyrir með sjálfbæra nýtingu, verðmætasköpun og hagkvæmni að leiðarljósi.

Opin og gagnsæ samskipti

Landsvirkjun hefur mikilvægu hlutverki að gegna í samfélaginu. Þess vegna er brýnt að fyrirtækið hafi skilning á sjónarmiðum og hagsmunum þeirra sem starfsemi fyrirtækisins hefur áhrif á. Í könnun sem var gerð fyrir Landsvirkjun haustið 2012 kom fram að tæp 45% svarenda töldu Landsvirkjun ekki vera nægilega opið og gagnsætt fyrirtæki. Niðurstaðan hvatti okkur til að gera betur og vinna enn frekar að virkri upplýsingagjöf til hagsmunaaðila og stuðla að opnari samskiptum um málefni tengdum starfsemi fyrirtækisins.

Með þetta að leiðarljósi var verkefnið „Kynntu þér Landsvirkjun“ birt á árinu. Markmið þess var að auðvelda almenningi að kynna sér starfsemi fyrirtækisins, áherslur þess í markaðsstarfi og þá rannsóknarvinnu sem unnin er á auðlindum og umhverfi.

Section
Segment

Kynntu þér Landsvirkjun

Segment

Til að stuðla að betri samskiptum var á árinu lögð aukin áhersla á opna árs- og haustfundi. Sýnt var beint af fundunum á vef Landsvirkjunar þar sem allt fundarefni var gert aðgengilegt. Á haustfundi Landsvirkjunar gafst þeim sem heima sátu tækifæri til að taka þátt í umræðum fundarins með því að senda fyrirspurnir á framsögumenn í gegnum Twitter-reikning Landsvirkjunar.

Yfir 500 manns sóttu opinn haustfund Landsvirkjunar í Hörpu og um 1.000 manns fylgdust með beinni útsendingu á vef Landsvirkjunar.

Section
  • _MG_2127.jpg
  • _MG_2354.jpg
  • _MG_2102.jpg
  • _MG_2171.jpg
  • _MG_2285.jpg
  • _MG_2010.jpg
  • _MG_1961.jpg
Section
Segment

Í sumar, líkt og fyrri ár, opnaði Landsvirkjun aflstöðvar sínar fyrir gesti sem vildu kynna sér starfsemi fyrirtækisins og raforkuvinnslu úr endurnýjanlegum orkugjöfum. Yfir 23 þúsund manns heimsóttu gestastofur Landsvirkjunar og kynntu sér vindmylluverkefni fyrirtækisins við Hafið.

Á árinu tóku Landsvirkjun og Hagfræðistofnun Háskóla Íslands höndum saman við að efla rannsóknir sem snúa að viðskipta- og hagfræðilegum þáttum orkuvinnslu. Markmiðið er að auka þekkingu og almennan skilning á áhrifum orkuvinnslunnar á efnahagslífið. Landsvirkjun mun styrkja rannsóknarstarf á vegum Hagfræðistofnunar um 8 milljónir króna á ári í þrjú ár.

„Með samstarfinu viljum við leggja okkar af mörkum til að stuðla að uppbyggingu þekkingar og faglegri umræðu um orkumál og orkumarkaði.

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar

Landsvirkjun er með gull í Jafnlaunaúttekt PwC

Landsvirkjun fékk gullmerkið í Jafnlaunaúttekt PwC árið 2013. Hjá fyrirtækinu hafa konur að jafnaði örlítið hærri föst laun en karlar á meðan heildarlaun karla eru ögn hærri. Munurinn er langt innan þeirra 3,5% marka sem krafist er til að fyrirtæki hljóti gullmerkið. Konum hefur fjölgað í stjórnunar- og sérfræðistörfum hjá Landsvirkjun á undanförnum árum. Við erum stolt af þeim árangri sem markviss jafnréttisstefna hefur skilað og vinnum áfram að því að bjóða konum jafnt sem körlum samkeppnishæft og lifandi starfsumhverfi.

Gull í Jafnlaunaúttekt PwC

Það er stefna Landsvirkjunar að starfsfólk njóti jafnra tækifæra óháð kyni. Undanfarin ár hafa verið gerðar úttektir á launum og kjörum hjá Landsvirkjun í því skyni að vinna gegn kynbundnum launamun. Launamunur kynjanna mældist aðeins 1,6% og fyrir vikið hlaut Landsvirkjun gullmerki PwC. Munurinn er langt innan þeirra 3,5% marka sem krafist er til að fyrirtækið hljóti gullmerkið.