Fyrirtæki gegna mikilvægu hlutverki í samfélaginu. Landsvirkjun hefur sett skýra stefnu um samfélagslega ábyrgð með það að leiðarljósi að hámarka jákvæð áhrif af starfsemi fyrirtækisins á samfélag og umhverfi.
Samfélagsleg ábyrgð Landsvirkjunar er að skapa arð, fara vel með auðlindir og umhverfi og stuðla að því að þekking og jákvæð áhrif af starfsemi fyrirtækisins skili sér til samfélagsins. Stefna Landsvirkjunar um samfélagslega ábyrgð var sérstakt forgangsverkefni árið 2013. Vinna við stefnuna hefur staðið yfir í tvö ár og hafa tugir starfsmanna verið virkjaðir við mótun hennar. Við innleiðinguna var sjónum beint að markvissum aðgerðum og vitundarvakningu meðal starfsmanna um málefni samfélagsábyrgðar. Vinna ársins 2013 gekk vel og náðust margir jákvæðir áfangar.
Undirritun UN Global Compact
Í desember 2013 undirritaði Landsvirkjun UN Global Compact - viðmið Sameinuðu þjóðanna um samfélagsábyrgð. Með því skuldbindur Landsvirkjun sig til að virða og innleiða tíu reglur um mannréttindi, vinnurétt, umhverfismál og varnir gegn spillingu. Við vonumst til að aðild að UN Global Compact geri aðgerðir okkar á sviði samfélagsábyrgðar enn sýnilegri og markvissari.
Fjárfest í orkusprotum
Startup Energy Reykjavík (SER) er ný viðskiptasmiðja sem styður við verkefni og fyrirtæki 1 í orkutengdum iðnaði og þjónustu. Að henni standa Landsvirkjun, Arion banki, GEORG og Nýsköpunarmiðstöð. Viðskiptasmiðjan verður haldin í mars 2014 og mun standa í 10 vikur. Þátttakendur fá aðstoð frá 50 manna hópi úr vísinda-, viðskipta- og athafnalífinu við að þróa hugmyndir sínar. Á lokadegi SER fá orkusprotarnir tækifæri til að kynna verkefnin sín fyrir fjárfestum.
Markmiðið er að Startup Energy Reykjavík muni auka verðmætasköpun og skapa samfélagslegan ávinning.
Þekking bjargar mannslífum
Starfsmenn Landsvirkjunar hafa sýnt frumkvæði að samfélagsábyrgð með því að nýta þekkingu sína til góðra verka. Óskar H. Valtýsson, fjarskiptastjóri Landsvirkjunar, hefur hannað og þróað leitarkerfi í samstarfi við Landsvirkjun, hugbúnaðar- og tæknifyrirtækið Rögg og Landhelgisgæsluna.
91% starfsmanna Landsvirkjunar telja mikilvægt að Landsvirkjun sé með stefnu um samfélagsábyrgð samkvæmt nýjum viðhorfskönnunum meðal starfsfólks. Kerfið miðar út staðsetningu GSM síma með mikilli nákvæmni og getur því skipt sköpum við leit að fólki. Landhelgisgæslan nýtti sér leitarkerfið í september 2013 við leit að týndum ferðamanni við Skaftafellsjökul með góðum árangri. Unnið er að lokaútgáfu leitarkerfisins sem verður svo afhent Landhelgisgæslunni til eignar og reksturs.
Tryggingarfélögin TM, VÍS og Vörður styrktu verkefnið. Héðinn smiðja hannaði og smíðaði endurgjaldslaust hýsil og loftnetafestingar utan á þyrlur Landhelgisgæslunnar. Vodafone lánaði tíðnir og sérfræðingar Vitvélastofnunar Íslands sáu um gerð staðsetningarforrits.
Afrakstur 2013
Stefna Landsvirkjunar um samfélagslega ábyrgð hefur sex áherslusvið. Árlega setjum við okkur markmið sem styðja við stefnuna á hverju sviði fyrir sig og árið 2013 settum við okkur alls átta markmið. Afrakstur vinnunnar má skoða hér að neðan.