Segment

Árið 2013 var Landsvirkjun með um tuttugu virkjunarkosti í greiningu og rannsóknum víðs vegar um landið. Þingsályktunartillaga um vernd og nýtingu landsvæða (rammaáætlun) var samþykkt á Alþingi í janúar 2013 og flokkar hún virkjunarkosti í orkunýtingar-, bið- og verndarflokk á grundvelli laga nr. 48/2011 um verndar- og orkunýtingaráætlun. Flokkunin tekur til alls 67 virkjunarkosta en þar af eru 16 í orkunýtingarflokki, 31 í biðflokki en 20 í verndarflokki. Gert er ráð fyrir að þingsályktunartillagan verði uppfærð á fjögurra ára fresti hið minnsta.

Landsvirkjun er með virkjunarkosti til rannsókna víðs vegar um landið en kostirnir eru misjafnlega langt komnir í undirbúnings- og leyfisferli.

Annar áfangi rammaáætlunar

Þingsályktunartillaga um vernd og nýtingu landsvæða (rammaáætlun) var samþykkt á Alþingi í janúar 2013. Í meðferð umhverfis- og iðnaðarráðherra og Alþingis varð breyting frá þeirri flokkun sem kynnt var í fyrstu drögum að þingsályktunartillögu. Fimm virkjunarkostir Landsvirkjunar færðust úr orkunýtingarflokki í biðflokk, þrjár virkjanir í neðri hluta Þjórsár, Skrokkölduvirkjun og Hágönguvirkjun. Af þeim vatnsaflskostum sem Landsvirkjun lagði fram fyrir rammaáætlun röðuðust eingöngu smávirkjanir á veituleið Blöndu í orkunýtingarflokk. Í biðflokk röðuðust virkjunarmöguleikar í Jökulsám í Skagafirði, í Skjálfandafljóti, í Neðri-Þjórsá og Skrokkölduvirkjun á veituleið Köldukvíslar milli Hágöngulóns og Kvíslaveitu. Einnig röðuðust í biðflokk tvær útfærslur af virkjun Hólmsár, sem Landsvirkjun vinnur að í samvinnu við Orkusöluna. Í verndarflokk röðuðust tveir af hagkvæmustu virkjunarmöguleikum Landsvirkjunar, Norðlingaölduveita og Tungnárlón auk Bjallavirkjunar.

Af jarðvarmakostum Landsvirkjunar röðuðust virkjanir í Bjarnarflagi, á Kröflusvæðinu og á Þeistareykjum í nýtingarflokk. Hágönguvirkjun og Fremrinámum var raðað í biðflokk en Gjástykki í verndarflokk.

Endurmat virkjanakosta í rammaáætlun

Ný verkefnisstjórn rammaáætlunar fékk það forgangsverkefni að ljúka við endurmat á virkjunarkostum er breytt var í meðförum ráðuneyta og Alþingis frá því að fyrri verkefnisstjórn lauk störfum eða þar sem ekki hafði verið litið til fyrirliggjandi gagna. Um er að ræða þrjár virkjanir í neðri hluta Þjórsár, sem færðar voru í biðflokk vegna óvissu um áhrif á laxfiska, vatnsaflsvirkjun við Skrokköldu og jarðvarmavirkjun við Hágöngur, sem færðar voru í biðflokk vegna óvissu um áhrif á jaðarsvæði (e. buffer zone) Vatnajökulsþjóðgarðs, virkjun Hólmsár við Atley og Hagavatnsvirkjun. Verkefnisstjórn komst að þeirri niðurstöðu að eingöngu væri unnt að endurflokka virkjunarkosti í neðri hluta Þjórsár án þess að skipa nýja faghópa en það náðist ekki fyrir lok árs. Í byrjun desember lagði verkefnisstjórn fram tillögu til umsagnar sem fól í sér að Hvammsvirkjun yrði færð í nýtingarflokk en að Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun yrðu áfram í biðflokki. Búist er við afgreiðslu Alþingis á vorþingi þar um en óvíst er með hvaða hætti endurmat á hinum virkjunarkostunum mun verða háttað.

Þriðji áfangi rammaáætlunar

Í nóvember 2013 óskaði Orkustofnun eftir upplýsingum um þá virkjunarkosti sem orkufyrirtæki óskuðu eftir að metnir yrðu í þriðja áfanga rammaáætlunar. Landsvirkjun tilgreindi að fyrirtækið hyggðist leggja fram gögn um 24 virkjunarkosti. Þar af eru þrír nýir kostir, virkjun Stóru Laxár og tveir vindlundir, annars vegar á Hafinu norðan Búrfells og hins vegar á svæði nýrrar veituleiðar Blönduvirkjunar. Af þeim virkjunarkostum sem flokkaðir höfðu verið í verndarflokk tilgreindi Landsvirkjun að fyrirtækið hyggðist skoða nýjar útfærslur sem hefðu minni umhverfisáhrif fyrir fjóra þeirra; Norðlingaölduveitu, Bjallavirkjun, Tungnárlón og Gjástykki.

Segment

Nánar um einstaka virkjunarkosti

Read more

Bjallavirkjun

Vatnsafl

Uppsett afl
46 MW
Orkuvinnsla
340 GWst/ár
Read more

Bjarnarflag

Jarðvarmi

Uppsett afl
45-90 MW
Orkuvinnsla
369-738 GWst/ár
Read more

Blönduveita

Vatnsafl

Uppsett afl
31 MW
Orkuvinnsla
194 GWst/ár
Read more

Gjástykki

Jarðvarmi

Uppsett afl
135 MW
Orkuvinnsla
1.107 GWst/ár
Read more

Hágöngur

Jarðvarmi

Uppsett afl
135 MW
Orkuvinnsla
1.107 GWst/ár
Read more

Hólmsárvirkjun, Atley

Vatnsafl

Uppsett afl
65 MW
Orkuvinnsla
480 GWst/ár
Read more

Holtavirkjun

Vatnsafl

Uppsett afl
53 MW
Orkuvinnsla
415 GWst/ár
Read more

Hvammsvirkjun

Vatnsafl

Uppsett afl
82 MW
Orkuvinnsla
665 GWst/ár
Read more

Norðlingaölduveita

Vatnsafl

Uppsett afl
- MW
Orkuvinnsla
605 GWst/ár
Read more

Skatastaðavirkjun

Vatnsafl

Uppsett afl
156 MW
Orkuvinnsla
1.090 GWst/ár
Read more

Skrokkölduvirkjun

Vatnsafl

Uppsett afl
45 MW
Orkuvinnsla
345 GWst/ár
Read more

Stækkun Búrfellsvirkjunar

Vatnsafl

Uppsett afl
- MW
Orkuvinnsla
208 GWst/ár
Read more

Stækkun Kröfluvirkjunar

Jarðvarmi

Uppsett afl
35-45 MW
Orkuvinnsla
1.107 GWst/ár
Read more

Stóra Laxá

Vatnsafl

Uppsett afl
30-35 MW
Orkuvinnsla
180 GWst/ár
Read more

Þeistareykir

Jarðvarmi

Uppsett afl
90-180 MW
Orkuvinnsla
738-1.476 GWst/ár
Read more

Tungnaárlón

Vatnsafl

Uppsett afl
- MW
Orkuvinnsla
270 GWst/ár
Read more

Urriðafossvirkjun

Vatnsafl

Uppsett afl
130 MW
Orkuvinnsla
980 GWst/ár
Map did not load