Bjallavirkjun

Verndarflokkur

Rannsóknir á mögulegri Bjallavirkjun hafa farið fram samhliða rannsóknum á Tugnaárlóni. Ef Bjallavirkjun og Tungnaárlón eru tekin saman sem ein framkvæmd er orkugeta um 610 GWh á ári.

Veitulón Bjallavirkjunar væri við Hnaus þar sem farvegur Tungnaár er hallalítill. Stíflu- og veituvirkin myndu skapa lón sem teygði sig um 6 kílómetra upp eftir farvegi árinnar. Frá veitulóninu lægi aðrennslisskurður sem leiðir vatnið í jarðgöng og þaðan í stöðvarhús en á þessari leið væri lítið inntakslón. Stöðvarhúsið myndi rísa að hluta í fjallshlíðinni sunnan Krókslóns og að hluta ofanjarðar. Frá stöðvarhúsinu rynni vatnið í Krókslón sem er inntakslón Sigölduvirkjunar.

Öll mannvirki Bjallavirkjunar eru innan sveitarmarka Rangárþings Ytra. Að veitulóni Bjallavirkjunar undanskildu þá eru mannvirki utan Friðlands að Fjallabaki og svæða á náttúruminjaskrá. Áhrifasvæði veitulóns Bjallavirkjunar nær bæði inn að jaðri Friðlands að Fjallabaki og inn ásvæði á náttúruminjaskrá. Svæðið sem veitulónið þekur er að mestu leyti sandorpin hraun.

Árið 2013

Sendar verða inn uppfærðar útfærslur fyrir þriðja áfanga rammaáætlunar. Bjallarvirkjun er í verndarflokki og fór engin vinna fram á árinu

Helstu kennistærðir

1.300
Vatnasvið (km2)
560
Yfirfallshæð veitulóns (m y.s.)
5
Flatarmál veitulóns (km²)
650
Lengd aðrennslisskurða (m)
2300
Lengd Jarðganga (m)
81
Virkjað rennsli (m3/s)
58
Virkjað fall (m)
46
Afl (MW)
340
Orkugeta (GWh/ári)