Blönduveita

Orkunýtingarflokkur

Landsvirkjun hefur undanfarin ár haft til athugunar að nýta 68 metra fall á núverandi veituleið Blönduvirkjunar, frá Blöndulóni að Gilsárlóni, sem í dag rennur um veituskurði á um 20 kílómetra kafla. Þessar athuganir eru liður í áætlunum fyrirtækisins að bæta nýtingu á núverandi aflsvæðum Landsvirkjunar og hafa meðal annars verið kynntar í ársskýrslu Landsvirkjunar 2011 og á haustfundi fyrirtækisins 2012.

Áætlanir gera ráð fyrir að reisa allt að þrjár smáar virkjanir sem hefðu heildarorkugetu um 194 GW stundir á ári og afl þeirra yrði allt að 34 MW. Sú efsta, Kolkuvirkjun, virkjar fallið úr Blöndulóni niður í Smalatjörn. Sú næsta, Friðmundarvirkjun, virkjar fallið frá Smalatjörn í Austara Friðmundarvatn og sú þriðja, Þramarvirkjun, virkjar fallið frá Austara Friðmundarvatni niður í Gilsárlón.

Verkhönnun virkjananna er á lokastigi og miðað er að því að mati á umhverfisáhrifum ljúki árið 2014. Verði niðurstaða mats á umhverfisáhrifum jákvætt, og hagkvæmniáætlanir komi vel út, verður  hönnunarvinnu haldið áfram.

Árið 2013

Á árinu var haldið áfram vinnu við mat á umhverfisárhrifum og verkhönnun. Mat og hagkvæmniáætlanir komu vel út og verður hönnunarvinnu haldið áfram árið 2014.

Helstu kennistærðir

Þramarvirkjunar

41,7
Meðalrennsli til virkjunar (m3/s)
2600
Lengd aðrennslisskurða (m)
3000
Lengd frárennslisskurða (m)
27
Virkjað fall (m)
50
Virkjað rennsli (m3/s)
12
Afl (MW)
81
Orkugeta (GWst/ári)

Kolkuvirkjunar

41,4
Meðalrennsli til virkjunar (m3/s)
350
Lengd aðrennslisskurða (m)
350
Lengd frárennslisskurða (m)
10-17
Virkjað fall (m)
50
Virkjað rennsli (m3/s)
8
Afl (MW)
38
Orkugeta (GWst/ári)

Friðmundarvirkjunar

41,6
Meðalrennsli til virkjunar (m3/s)
2500
Lengd aðrennslisskurða (m)
800
Lengd frárennslisskurða (m)
25
Virkjað fall (m)
50
Virkjað rennsli (m3/s)
11
Afl (MW)
75
Orkugeta (GWst/ári)