Gjástykki
Gjástykki er sigdalur norðan við Kröfluöskjuna. Dalurinn er einkum þekktur fyrir sérstakt landslag; eldstöðvar, opnar gjár og sérstakar hraunmyndanir sem m.a. mynduðust í Kröflueldum sem stóðu yfir á tímabilinu 20. desember 1975 til 18. september 1984.
Viðnámsmælingar benda til að jarðhitasvæðið við Gjástykki sé um 10 km2 . Til að staðfesta tilvist háhita var boruð ríflega 600 metra djúp kjarnahola árið 2007. Botnhiti holunnar mældist 200°C og ummyndunarsteindir gáfu til kynna að þar hafi áður verið enn hærri hiti. Efnagreiningar á gasi benda til um 280°C djúphita á svæðinu.
Frá árinu 2008 hefur Landsvirkjun undirbúið borun allt að þriggja rannsóknarhola, sem yrðu boraðar frá einum og sama borteig. Beðið er með framkvæmdir á meðan óvissa ríkir um hugsanlega friðlýsingu svæðisins.
Árið 2013
Sendar verða inn uppfærðar útfærslur fyrir næsta áfanga rammaáætlunar. Gjástykki er í verndarflokki og því fór enginn frekari vinna fram á árinu.