Hólmsárvirkjun, Atley

Biðflokkur

Hólmsárvirkjun felur í sér að stífla Hómsá við Atley og mynda þannig uppistöðulón, Atleyjarlón. Úr lóninu er vatni veitt um göng í suðaustur að stöðvarhúsi neðanjarðar með frárennsli út í Flögulón.

Hólmsárvirkjun hefur ekki áhrif á Hólmsárfoss þar sem Atleyjarlón er neðan við fossinn. Tæp 5% lónstæðisins eða um 43 hektarar eru skóglendi (birki). Gert er ráð fyrir að skóglendi og önnur gróðurlendi verði endurheimt til að bæta fyrir vistkerfi sem glatast.

Verkefnið er samstarfsverkefni Landsvirkjunar og Orkusölunnar og er Landsvirkjun með helmings hlutdeild í verkefninu á móti Orkusölunni.

Árið 2013

Á árinu 2013 var unnið að ýmsum rannsóknum vegna verkhönnunar og mats á umhverfisáhrifum Hólmsárvirkjunar með miðlunarlóni við Atley. Einkum var litið til jarðfræði á fyrirhuguðum staðsetningum aðrennslis- og frárennslisgangna ásamt stöðvarhúshelli. Áætlað er að verkhönnun og mati á umhverfisáhrifum ljúki á árinu 2015.

Helstu kennistærðir

360
Vatnasvið (km²)
172
Yfirfallshæð stíflu (m.y.s.)
9,3
Flatarmál lóns við vatnhæð 172 m.y.s. (km2)
100
Miðlun (Gl)
7,7
Lengd rennslisganga virkjunar (km)
1,0
Lengd rennslisskurða virkjunar (km)
70
Virkjað rennsli (m3/s)
121
Virkjað fall (m)
65
Afl (MWe)
480
Orkugeta (GWh/ári)