Skatastaðavirkjun

Biðflokkur

Skatastaðavirkjun felur í sér að stífla Jökulsá Austari í Pollagili ofan ármóta við Geldingsá og byggingu stíflu yfir ánna. Litlir skurðir myndu veita Geldingsá inn í miðlunarlónið, svokallað Bugslón. Gert er ráð fyrir smástíflu í læknum Pollakvísl sem rennur til suðurs frá Orravatni. Vatni sem rennur að stíflunni yrði dælt upp í lónið til að lágmarka áhrif á Orravatnsrústir.

Auk Geldingsár og Pollakvíslar er gert ráð fyrir að veita vatni til Bugslóns úr Fossá frá Hofsjökli og Hölkná og Fossá á Nýjabæjarfjalli. Frá Bugslóni væru aðrennslisgöng til neðanjarðar stöðvarhúss  við Skatastaði. Frárennslisgöng frá stöðvarhúsi opnuðust út í farveg Héraðsvatna neðan ármóta Austari og Vestari Jökulsár, á móts við bæinn Villinganes.

Verði virkjað í ánni er gert ráð fyrir að rennsli í farvegi Austari-Jökulsá frá Bugslóni að frárennslisgöngum Skatastaðavirkjunar muni minnka um helming að vetrarlagi, eða fara úr um 20m3/sek í 10 m3/sek.Yfir sumarmánuðina júní til september myndi meðalrennsli minnka úr um 65m3/sek niður í 25m3/sek. Sumarrennsli í Vestari-Jökulsá myndi meðalrennsli minnka um 10m3/sek með veitu Fossár við Hofsjökul  til Bugslóns.

Árið 2013

Á árinu var einungis unnið að vatnamælingum á svæðinu.

Helstu kennistærðir

775
Vatnasvið með veitum (km²)
712
Yfirfallshæð miðlunar (m.y.s.)
26,3
Flatarmál Bugslóns (km2)
360
Miðlun (Gl)
10
Veita Fossár og Hölknár af Nýjabæjarfjalli (km) 
33
Aðrennslisgöng (km)
12,5
Frárennslisgöng (km)
32,5
Virkjað rennsli (m3/s)
592
Virkjað fall (m)
1090
Orkugeta (GWh/ári)
156
Afl (MW)