Skrokkölduvirkjun

Biðflokkur

Skrokkölduvirkjun felur í sér virkjun 196-211 metra falls úr Hágöngulóni langleiðina í Kvíslarvatn um 11-13 kílómetra leið. Nýtist þá sú miðlun sem til stðar er í Hágöngulóni.

Frá inntaki virkjunarinnar í Hágöngulóni væru brött aðrennslisgöng niður í hentug jarðlög, en þaðan lítið hallandi göng að stöðvarhúsi sem yrði í helli í vestanverðri Skrokköldu. Heildarlengd aðrennslisganga er áætluð 8,7 til 9,3 km háð endanlegri gangaleið. Frá stöðvarhúsinu er gert ráð fyrir 3,3 km göngum sem opnast í Svörtubotnum þar sem við tæki um 1 km langur fráveituskurður langleiðina í Kvíslarvatn. 

Aðkoma stöðvarhússins yrði um göng með gangaop við núverandi Sprengisandsleið. Öll virkjanamannvirkin yrðu neðanjarðar utan aðkomuganga fyrir  stöðvarhúsið og frárennslisskurðurinn.

Verði af virkjunarframkvæmdum verður þess gætt í hvívetna við bæði vegagerð og aðstöðusköpun að spilla í engu þeim litlu gróðursvæðum sem eru í nánd virkjunarsvæðisins svo sem Eyrarrósargili.

Árið 2013

Skrokkölduvirkjun er einn þeirra sjö kosta sem verkefnisstjórn rammaáætlunar endurmetur. Endurmatið felur einkum í sér mat á áhrifum á jaðar Vatnajökulsþjóðgarðs. Á árinu voru boraðar þrjár djúpar kjarnaholur til að kanna jarðlög á fyrirhuguðu gangna- og stöðvarhússtæði.

Helstu kennistærðir

320
Miðlunarrými  Hágöngulóns (milljón rúmmetra)
803 - 816
Aðvatnshæð (m)
605 - 620
Frávatnshæð (m)
15
Töp í fallvegum (m)
13 - 11
Lengd rennslisganga virkjunar (km)
1 - 0,5
Lengd rennslisskurða virkjunar (km)
26,3
Virkjað rennsli (m3/s)
196 - 211
Virkjað fall (m)
35 - 45
Afl (MW)
317 - 345
Orkugeta (GWh/ári)