Stækkun Búrfellsvirkjunar

Utan rammaáætlunar

Nýting rennslisorku við núverandi Búrfellsstöð er 86% af rennsli Þjórsár við Búrfell. Eru það því um 410 GWh/a sem renna að jafnaði framhjá stöðinni. Möguleiki er á að virkja hluta af þessari rennslisorku með byggingu nýs stöðvarhús sem staðsett yrði í Sámstaðaklifi. Vatn til stækkunar virkjunarinnar verður tekið úr inntakslóni núverandi Búrfellsstöðvar (Bjarnalóni). Virkjað fall er það sama og í núverandi stöð. Frá stöðvarhúsi verður síðan grafinn um 2100 langur fráennslisskurður út í Fossá.

Fyrstu áætlanir Landsvirkjunar um stækkun Búrfellsvirkjunar eru frá því um 1980. Strax árið 1981 var byrjað á framkvæmdum með greftri frárennslisskurðar og á árabilinu 1981-1989 voru fjarlægðir um 1,4 milljón m3 af lausum jarðefnum úr skurðstæðinu. Að auki var fyrirhugað svæði fyrir vinnubúðir verktaka undirbúið og vegir lagfærðir. Verkið var sett í biðstöðu árið 1994.

Fyrirhuguð framkvæmd  var tilkynnt til Skipulagsstofnunar þann 3. maí 2013. Skipulagsstofnun birti ákvörðun sína þann 12. júlí 2013 og var að niðurstaða stofnunarinnar  að lokaáfangi Búrfellsvirkjunar um allt að 140 MW sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og skuli því ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Vegna fyrirhugaðar stækkunar Búrfellsvirkjunar hefur Landsvirkjun óskað eftir breytingu á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2004-2016.

 

Árið 2013

Áfram var unnið að verkhönnun fyrir stækkun Búrfellvirkjunar. Skoðuðu var hagkvæmasta stærð, miðað við nokkrar mismunandi framtíðarsviðsmyndir og bornir voru saman kostir stöðvarhúss neðanjarðar eða á yfirborði.

Helstu kennistærðir

6.400
Vatnasvið með veitum (km²)
250
Lengd aðrennslisskurða (m)
420
Lengd fallpípu (m)
2100
Lengd frárennslisskurða (m)
118,8
Virkjað fall (m)
70
Virkjað rennsli (m3/s)
70-140
Afl (MW)
208
Orkugeta (GWh/ári)