Tungnaárlón

Verndarflokkur

Tungnaá rennur á mörkum sveitafélaga Skaftárhrepps og Rangárþings Ytra. Fyrirhugað stíflustæði virkjunarkostsins er í farvegi árinnar við Snjóöldu þar sem áin rennur í um 200 metra breiðum farvegi. 

Tungnaárlón myndi auka orkugetu virkjana neðar í Tungnaá og Þjórsá  um 270 GW stundir á ári og er einn hagkvæmasti orkuöflunarkostur sem Landsvirkjun er að skoða.

Staðsetning fyrirhugaðs lóns er á svæði sem er á náttúruminjaskrá. Mörk Vatnajökulsþjóðgarðs liggja suðvestan væntanlegs lóns um Grænafjallagarð og Tungnaárfjöll. Veiðisvæði liggur að norðaustur strönd lónsins. Það land sem færi undir lónið eru áraurar þar sem Tungnaá myndar nú árfléttur.

Árið 2013

Sendar verða inn uppfærðar útfærslur fyrir næsta áfanga rammaáætlunar. Tungnaárlón er í verndarflokki og því er undirbúningur í algeru lágmarki.

Helstu kennistærðir

770
Vatnasvið (km²)
Allt að 600
Yfirfallshæð (m y.s.)
Allt að 48
Flatarmál  (km²)
Allt að 535
Miðlun (Gl)
270
Orkugeta (GWh/ári)
--
Uppsett afl (MW)