Urriðafossvirkjun

Biðflokkur

Landsvirkjun hefur um árabil unnið að rannsóknum og undirbúningi virkjana í neðri hluta Þjórsár neðan Búrfellsvirkjunar: Hvammsvirkjun, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun.

Mati á umhverfisáhrifum allra virkjunarkostanna er lokið og hafa þeir verið teknir inn á staðfest aðalskipulag viðkomandi sveitafélaga.

Hvammsvirkjun er efsti virkjunarkosturinn, þar fyrir neðan kæmi Holtavirkjun og Urriðafoss er svo neðsti virkjunarkosturinn, næst sjó. 

Landsvirkjun hefur lagt til mótvægisaðgerðir til lágmörkunar neikvæðra áhrifa á fiskistofna í Þjórsa verði af frekari virkjunum í ánni. Mótvægisaðgerðirnar taka til aðgerða til að tryggja niðurgöngu seiða án verulegra affalla og aðgerða til að komat il móts við skert búsvæði á svæðum sem fara undir lón eða þar sem veruleg breyting verður á rennsli um farvegi.

Sjá nánar um rannsóknir á fiskgengd í Þjórsá og mótvægisaðgerðir

Árið 2013

Á árinu 2013 var Urriðafossvirkjun flokkuð í biðflokk og því er undirbúningsframkvæmdum haldið í lágmarki. Landsvirkjun lagði ríka áherslu á að Urriðafossvirkjun færðist í nýtingarflokk en ný verkefnisstjórn rammaáætlunar lagði til í desember að virkjanakosturinn yrði áfram í biðflokki.

Helstu kennistærðir

7.600
Vatnasvið (km²)
50
Yfirfallshæð Heiðarlóns (m y.s.)
9,0
Flatarmál Heiðarlóns (km²)
17
Miðlun (Gl)
370
Virkjað rennsli (m³/s)
40,6
Virkjað fall (m)
3.000
Frárennslisgöng (m)
130
Afl (MW)
980
Orkugeta (GWh/ári)